Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sveitarstjórnarkosningar 2026

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Ef kjósendur geta ekki kosið á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar frá og með 17. apríl 2026.

Kosning á Íslandi

Kjósendur á Íslandi geta kosið hjá sýslumönnum og í sumum sveitarfélögum.

Kosning erlendis

Kjósendur þurfa að kanna á vef utanríkisráðuneytisins hvort auglýstur hafi verið tími sem utankjörfundarkosning fer fram í viðkomandi sendiráði eða hjá ræðismanni. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er. Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila.

Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.