Fasteignafélagið Þórkatla
Félagið var stofnað þann 27. febrúar 2024 og er tilgangur þess að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis innan þéttbýlisins í Grindavík, sem keyptar verða í samræmi við lög um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík nr. 16/2024.
Svör við algengum spurningum um kaup á Íbúðarhúsnæði í Grindavík má finna á þjónustuvef sýslumanna og í spjallmenni hér á síðunni.
Ef þú finnur ekki svör við þinni spurningu má senda spurningu í sérstöku fyrirspurnarformi hér.
Fréttir og tilkynningar
Fasteignakaupum í Grindavík senn að ljúka
Nú hafa 952 umsóknir frá einstaklingum um kaup á íbúðarhúsnæði borist Fasteignafélaginu Þórkötlu. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík rennur út 31. mars nk.
Fá dæmi um endurskoðun kaupverðs
Afar fá dæmi eru um að grípa hafi þurft til endurskoðunar kaupverðs við kaup á eignum í Grindavík. Þórkatla hefur tilkynnt þremur aðilum að krafa sé gerð um endurskoðun vegna slæms ástands eigna sem þeir seldu félaginu.