Fara beint í efnið

Dagsektir

Beiðni um álagningu dagsekta

Ef forsjáraðili meinar þeim sem á umgengnisrétt að hitta barn getur sýslumaður lagt dagsektir á forsjáraðilann. Sektin er allt að 30.000 kr. fyrir hvern dag sem umgengni er hindruð og telst frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni. Sá sem er meinað að hitta barnið þarf að fylla út beiðni til sýslumanns um álagningu dagsekta vegna hindraðrar umgengni.

Ef þú ert ekki með rafræn skílríki má nálgast umsóknina á PDF formi hér.

Aðför

Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni þrátt fyrir dagsektir getur dómari úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Ef til þessa kemur á barnaverndarnefnd að vera viðstödd og aðstoða barnið. Ef þörf er á aðstoð lögreglu eiga lögregluþjónar að vera óeinkennisklæddir.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15