Umgengni barns
Ráðgjöf og sáttameðferð
Sá sem óskar eftir úrskurði um umgengni þarf að fylla út beiðni um úrskurð til sýslumanns þar sem meðal annars kemur fram af hverju fyrirkomulagið sem mælt er fyrir sé barninu fyrir bestu.
Áður en krafist er úrskurðar sýslumanns er aðilum málsins gert að mæta til sáttameðferðar hjá sáttamanni. Markmið sáttameðferðar er að hjálpa aðstandendum barns að gera samning sín á milli um þá lausn mála sem er barni fyrir bestu. Ef foreldrum tekst ekki að gera samning, gefur sáttamaður út vottorð um sáttameðferð og sýslumaður tekur málið til úrskurðar.
Þjónustuaðili
Sýslumenn