Með auðkennisappinu en það gerir notendum kleift að auðkenna sig á þægilegan og einfaldan máta. Sú auðkenning krefst ekki íslensks símkorts sem getur verið hentugt t.d. fyrir Íslendinga í útlöndum sem eru ekki lengur með íslenskt símkort.
Með umboðskerfi Innskráningarþjónustu Ísland.is geta einstaklingar skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækja, opinbera aðila, barna og þeirra einstaklinga sem hafa gefið þeim umboð.
Umboð er annað hvort veitt af einstaklingi eða kemur til vegna tengsla fólks. Umboð sem eru til komin vegna tengsla eru sótt í grunnskrár þeirrar stofnunar sem ber ábyrgð á þeirri skráningu við innskráningu, til dæmis eru prókúrutengsl fyrirtækis sótt á öruggan hátt í fyrirtækjaskrá Skattsins.
Foreldrar eru sjálfkrafa með umboð fyrir börn sín til 18 ára aldurs.
Prókúruhafar fyrirtækja eru sjálfkrafa með umboð að gögnum fyrirtækis og geta veitt öðrum aðgang.
Þegar einstaklingur ætlar að skrá skrá sig inn fyrir hönd annarra byrjar hann á því að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum og síðan eru umboð hans sótt í umboðskerfið. Einstaklingurinn er alltaf innskráður til þess að tryggja öryggi og rekjanleika.
Prókúruhafar fyrirtækja og stofnanna geta skráð sig inn á Mínar síður Ísland.is ef skráning er til staðar í prókuruhafaskrá hjá Skattinum. Ef þú sérð ekki fyrirtæki þar sem prókúrutengsl eru til staðar, má hafa samband við Skattinn.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Opinberir aðilar þurfa að skrá prókúruhafa hjá Skattinum til þess að fá aðgang að Mínum síðum og umboðskerfi Ísland.is.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Forsjáraðilar geta skráð sig inn á Mínar síður fyrir hönd barnanna sinna óháð búsetu. Kerfið sækir forsjártengsl til Þjóðskrár. Ef þú sérð ekki barn þar sem forsjártengsl eru til staðar, vinsamlegast hafið samband við Þjóðskrá.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Lögráða einstaklingar sem vegna fötlunar sinnar eiga erfitt með að gæta hagsmuna sinna eiga rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar. Réttindagæsla fatlaðra heldur utanum samninga á milli einstaklinga og persónulegra talsmanna og sótt er um þá samninga hjá Réttindagæslunni. Allir sem geta ekki séð um sig sjálfir geta sótt um persónulegan talsmann.
Persónulegur talsmaður getur skráð sig inn á Stafrænt pósthólf á Mínum síðum Ísland.is fyrir hönd þeirra sem hann aðstoðar ef að samningurinn tilgreinir þau réttindi.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Veita öðrum umboð
Einstaklingar, lögaðilar og opinberir aðilar geta gefið öðrum einstaklingum umboð til þess að annast málefni í gegnum Umboðskerfi Ísland.is
Umboð eru veitt rafrænt í gegnum gegnum Mínar síður Ísland.is
Einstaklingar geta gefið öðrum aðgang með umboði, það er gert með nokkrum einföldum skrefum.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Velur Aðgangsstýring
Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hvaða kerfishlutum og hversu lengi hann á að vera virkur.
Einstaklingurinn sem fær umboðið getur í kjölfarið skráð sig inn fyrir hönd þess sem veitti umboðið
Prókúruhafar fyrirtækja og stofnanna geta gefið öðrum umboð að umboðskerfi Ísland.is. Það er gert með nokkrum einföldum skrefum:
Þú skráir þig inn á Mínar síður sem fyrirtæki (eða skiptir yfir á fyrirtækið í hægra efra horni).
Velur Aðgangsstýring
Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hvaða kerfishlutum og hversu lengi aðgangurinn á að vera virkur.
Umboð að aðgangsstýringarréttindum fyrir hönd prókúruhafa
Prókúruhafar geta gefið einstaklingum Aðgangsstýringar réttindi, þeir sem fá það umboð geta gefið öðrum aðgang fyrir hönd prókúruhafans. Það er gert með nokkrum einföldum skrefum:
Þú skráir þig inn á Mínar síður sem fyrirtæki (eða skiptir yfir á fyrirtækið í hægra efra horni)
Velur Aðgangsstýring
Velur þann aðila sem á að hafa réttindin, hakar í Aðgangsstýring og þá kerfishluta sem sá aðili á að geta séð og gefið öðrum aðgang að.
Sá sem fær umboðið getur í kjölfarið skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækisins og gefið öðrum aðgang að gögnum fyrirtækisins.
Einstaklingar sem ekki eiga rafræn skilríki geta skráð umboðsmann til að sinna málum fyrir sína hönd. Sá sem fær umboðið getur í kjölfarið innskráð sig til að skoða gögn sem umboðið nær til.
Athugið að umboð þetta veitir allsherjarumboð að stafrænum þjónustum í gegnum Umboðskerfi Ísland.is. Það veitir ekki umboð að öðrum þjónustum eða kerfum.
Aðeins einstaklingar geta veitt umboð til annara einstaklinga á pappír, umsókn þessi er ekki ætluð fyrirtækjum.