Fara beint í efnið

Innskráning, umboð og aðgangsstýring á Ísland.is

Innskráningarþjónusta Ísland.is býður örugga innskráningu í vefkerfum opinberra aðila.

Innskráning með rafrænum skilríkjum

Notandinn getur valið úr þremur leiðum til að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum:

  1. Með rafrænum skilrikjum í síma.

  2. Með auðkennisappinu en það gerir notendum kleift að auðkenna sig á þægilegan og einfaldan máta. Sú auðkenning krefst ekki íslensks símkorts sem getur verið hentugt t.d. fyrir Íslendinga í útlöndum sem eru ekki lengur með íslenskt símkort.

  3. Auðkenning með skilríki á korti. Notandi tengir auðkenniskortið við tölvuna sína og getur þannig auðkennt sig inn.

Innskráning fyrir hönd annarra

Með umboðskerfi Innskráningarþjónustu Ísland.is geta einstaklingar skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækja, opinbera aðila, barna og þeirra einstaklinga sem hafa gefið þeim umboð.

Umboð er annað hvort veitt af einstaklingi eða kemur til vegna tengsla fólks. Umboð sem eru til komin vegna tengsla eru sótt í grunnskrár þeirrar stofnunar sem ber ábyrgð á þeirri skráningu við innskráningu, til dæmis eru prókúrutengsl fyrirtækis sótt á öruggan hátt í fyrirtækjaskrá Skattsins.

  • Foreldrar eru sjálfkrafa með umboð fyrir börn sín til 18 ára aldurs.

  • Prókúruhafar fyrirtækja eru sjálfkrafa með umboð að gögnum fyrirtækis og geta veitt öðrum aðgang.

Þegar einstaklingur ætlar að skrá skrá sig inn fyrir hönd annarra byrjar hann á því að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum og síðan eru umboð hans sótt í umboðskerfið. Einstaklingurinn er alltaf innskráður til þess að tryggja öryggi og rekjanleika.

Veita öðrum umboð

Einstaklingar, lögaðilar og opinberir aðilar geta gefið öðrum einstaklingum umboð til þess að annast málefni í gegnum Umboðskerfi Ísland.is

Umboð eru veitt rafrænt í gegnum gegnum Mínar síður Ísland.is

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland