Fara beint í efnið

Þriðja skólastig

Nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla eru ólíkir og því miðast námsskipulag við að bjóða fram fjölbreyttar námsleiðir.

Uppbygging þriðja skólastigs

Skólanámskrá er gefin út í öllum framhaldsskólum. Í henni er gerð grein fyrir námsframboði, lengd og innihaldi námsáfanga, skiptingu námsgreina, kennsluháttum, námsmati og stjórnunarháttum. Samþykki skólanefndar viðkomandi skóla þarf til að skólanámskrá taki gildi og fylgist nefndin með framkvæmd hennar.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar fimm manna skólanefnd sem árlega gerir starfs- og fjárhagsáætlun fyrir skólann. Áheyrnarfulltrúar, með málfrelsi og tillögurétt, koma úr röðum kennara og nemenda.

Skólameistari, sem skipaður er af mennta- og menningarmálaráðherra, veitir skólanum forstöðu og stjórnar daglegum rekstri og starfi.

Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara og alla aðra starfsmenn skólans í samráði við skólanefnd.

Skólaráð á að vera skólameistara til ráðgjafar og aðstoðar við stjórn skóla. Í ráðinu sitja stjórnendur og fulltrúar kennara og nemenda.

Nemendaráð framhaldsskóla hefur meðal annars tillögu- og umsagnarrétt um markmið náms, námsefni og kennslutilhögun. Nemendafélög, sem eru almenn samtök nema í hverjum skóla, setja reglur um skipan, starfssvið og starfshætti nemendaráðs.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Umboðs­maður barna