Fara beint í efnið

Staðfesting á erlendri ættleiðingu

Beiðni um að erlend ættleiðing gildi á Íslandi

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa búið erlendis og ættleitt þar barn, á grundvelli þarlendra laga, geta óskað eftir því að ættleiðingin verði staðfest af sýslumanni. Með staðfestingu sýslumanns fær ættleiðingin réttaráhrif samkvæmt íslenskum lögum og barnið öðlast íslenskt ríkisfang.

Sótt er um með því að fylla út eyðublað og leggja það fram hjá sýslumanni ásamt fylgiskjölum. Frumrit gagna verða afhent til baka að lokinni málsmeðferð.

Með umsókninni þarf að skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Erlent ættleiðingarskjal

  • Skjal eða skjöl sem sýna að mátt hafi ættleiða barnið

  • Fæðingarvottorð barnsins

  • Erlent vegabréf barnsins

  • Staðfesting ættleiðingarríkis / upprunaríkis skv. 23. gr. Haag samningsins

  • Einstaklingsvottorð Þjóðskrár Íslands vegna kjörforeldra og kjörbarns

  • Afrit vegabréfa kjörforeldra

  • Fæðingarvottorð kjörforeldra

  • Gögn um nafnbreytingu

  • Gögn um lög og reglur um ættleiðingu í ættleiðingarríki / upprunaríki

Afstaða barns

Hafi barn náð 12 ára aldri og sé með erlent ríkisfang skal það veita samþykki sitt til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Ef barn er yngra en 12 ára skal sýna fram á að haft hafi verið samráð við það ef slíkt þykir gerlegt miðað við aldur þess og þroska.

Ekki skal krefjast samþykkis barns ef það er ófært um að veita það sökum andlegs vanþroska eða annars sambærilegs ástands.

Beiðni um að erlend ættleiðing gildi á Íslandi

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15