Skráning trúfélags eða lífsskoðunarfélags
Hægt er að skrá trú- eða lífsskoðunarfélag til að fá réttindi og skyldur gagnvart lögum. Það er gert með því að senda inn umsókn á truoglif@syslumenn.is eða senda bréflega á:
Sýsluskrifstofuna á Siglufirði
Gránugötu 4-6
580 Siglufirði
Skilyrði
Forsendur fyrir skráningu
Trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú með merkingarbærum hætti
Lífsskoðunarfélags er að um sé að ræða félag sem miðar starfsemi sína við siðferðisgildi og mannrækt.
Félag þarf að hafa náð fótfestu og hafa virka og stöðuga starfsemi
Félag þarf að geta annast athafnir eins og hjúskaparvígslu, nafngift og útför
Að félaginu þurfa að standa hið minnsta 25 lögráða einstaklingar sem eru búsettir á Íslandi.
Forstöðumaður félags þarf að vera 25 ára að aldri hið minnsta og búsettur á Íslandi
Upplýsingar sem þurfa koma fram í umsókn
Við skráningu þarf að tilgreina:
heiti félags
heimilisfang
nöfn stjórnarmanna og forstöðumanns ásamt kennitölum
Fylgigögn
Með umsókninni þarf að skila inn:
Félagatal þar sem fram koma nöfn, kennitölur og heimili félagsmanna.
Stefnuskrá og/eða trúarkenningar félagsins.
Lög félags og samþykktir þess.
Áætlanir um starfsemi félagsins.
Reglur sem gilda um ráðstöfun fjármuna félagsins.
Eftir að umsókn hefur verið móttekin og gögn yfirfarin þarf að leita umsagnar frá ráðgefandi nefnd og því getur ferlið tekið nokkurn tíma. Þegar umsögn nefndarinnar liggur fyrir er tekin ákvörðun um hvort félagið fái skráningu eða ekki. Verði skráning samþykkt getur félagið hafið starfsemi. Ef skráningu er synjað er hægt að kæra málið til dómsmálaráðuneytis.
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra