Breyting á trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi
Ef gera á verulegar breytingar á trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi þarf að tilkynna þær tafarlaust til sýslumanns. Það skal gera með því að senda tölvupóst á netfangið truoglif@syslumenn.is.
Breytingar eins og þær sem fylgja hér á eftir þarf að tilkynna:
Nafni félags breytt
Starfi forstöðumanns, skipun hans eða starfslokum
Verulegar breytingar á þeim kenningum sem félagið starfar eftir
Verulegar breytingar á eignum eða ráðstöfun fjármuna félags
Veita leyfi til að aðrir en forstöðumenn geti gefið saman hjón
Breytingarnar eru teknar til umfjöllunar hjá sýslumanni og geta verið samþykktar eða þá að athugasemdir eru gerðar við breytingarnar. Forstöðumaður félags eða stjórn þess fá þá tækifæri til að svara þeim athugasemdum.
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra