Öll trúfélög og lífsskoðunarfélög sem fengið hafa skráningu þurfa árlega að skila skýrslu um starfsemi næstliðins árs. Henni þarf að skila fyrir 31. mars og í henni ber að greina frá starfsemi félags, fjárreiðum þess og þeim breytingum sem kunna að hafa orðið á starfsemi eða skipulagi félagsins.
Upplýsingar í skýrslu
Heiti félags, heimilisfang og hver er forstöðumaður þess.
Stjórn félags.
Breytingar á skipulagi félags, hafi þær orðið.
Ráðstafanir fjármuna og eignabreytingar.
Starfsemi félags.
Hægt er að senda inn ársskýrslu og ársreikning í stað þess að fylla út eyðublaðið og má senda á truoglif@syslumenn.is.
Skýrslan er tekinn til umfjöllunar og er hún annaðhvort staðfest eða athugasemdir gerðar þar sem forstöðumenn fá tækifæri til að svara. Ef félag skilar ekki skýrslu er hægt að veita félaginu áminningu. Ef félag skilar ekki skýrslu eftir áminningu er hægt að fella félagið af skrá.
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra