Almennt
Skila þarf framboðum til landskjörstjórnar fyrir klukkan 12:00 þann 31. október.
Rafræn skil
Framboð geta skilað framboðsgögnum til landskjörstjórnar rafrænt.
Svona virka rafræn skil
Kennitala frambjóðenda eftir röð þeirra á lista er slegin inn. Þá birtist nafn og lögheimili sjálfkrafa.
Tilgreina þarf stöðu eða starfsheiti frambjóðanda.
Ef óskað er eftir öðrum rithætti á nafni en fram kemur í þjóðskrá þarf að taka það sérstaklega fram.
Gögnum er hlaðið upp og framboðum er skilað.
Klára þarf skil allra rafrænna upplýsinga í einu. Hafðu öll gögn tiltæk.
Fylgigögn
Ef öll gögn eru rafræn nægir að skila inn framboðum með rafrænum hætti. Ef frambjóðandi eða umboðsmaður hefur skrifað undir á pappír þá þarf að koma frumritinu til landskjörstjórnar.
Með öllum framboðslistum þarf að skila:
Tilkynningu um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna og listabókstaf þeirra.
Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra.
Framboðslisti viðkomandi stjórnmálasamtaka, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Best er ef þetta er rafrænt undirritað í einu skjali með fullgildri rafrænni undirritun.
Meðmæli frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Hægt er að taka skýrslu út úr meðmælakerfinu.
Þjónustuaðili
Landskjörstjórn