Nöfn frambjóðenda skulu rituð að lágmarki með einu eiginnafni og kenninafni eins og þau birtast í þjóðskrá. Óski frambjóðandi eftir annarri ritun nafns á framboðslistann er honum það heimilt, enda séu þau nöfn skráð í þjóðskrá. Frambjóðanda er þó heimilt að rita eiginnafn eða eiginnöfn sín á annan veg en skráð er í þjóðskrá ef hann er kunnur af þeirri notkun eiginnafns eða eiginnafna.
Hafi frambjóðandi fleiri en eitt eiginnafn, millinafn eða kenninafn er honum heimilt að stytta þau með því að nota upphafsstaf eða styttri rithátt, svo framarlega sem uppfyllt sé skilyrði um lágmark eitt eiginafn og kenninafn eins og þau birtast þjóðskrá.
Þjónustuaðili
Landskjörstjórn