Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn kynferðislegri áreitni

Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningu undir yfirskriftinni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn kynferðislegri áreitni. Vinnustaðir eru hvattir til að huga að samskiptum á vinnustaðnum og bregðast við kynferðislegri áreitni komi hún upp í vinnuumhverfinu.

Markviss viðbrögð skipta lykilmáli þegar kemur að því að uppræta kynferðislega áreitni og fyrirbyggja að hún valdi skaða. Því er mikilvægt að öll á vinnustaðnum séu vel upplýst og kynni sér meðal annars birtingamyndirnar og leiðir til að bregðast við.

Tökum höndum saman_Strákur

Hvað veist þú um kynferðislega áreitni?

Kannaðu þekkingu þína á kynferðislegri áreitni og vertu betur í stakk búin til að bregðast við.

Kannaðu þekkingu þína
Tökum höndum saman_Kona

Stjórnendur

Veistu hvernig þú átt að bregðast við kynferðislegri áreitni ef hún kemur upp á vinnustaðnum þínum? Þekkir þú áhrif kynferðislegrar áreitni á þolendur?

Sækja verkfærin
Tökum höndum saman_maður

Viðgengst kynferðisleg áreitni á vinnustaðnum þínum?

Hefur þú upplifað kynferðislega áreitni en ert ekki viss? Hefur þú séð aðra verða fyrir áreitni en veist ekki hvað þú átt að gera?

Sækja verkfærin

Sjónvarpsauglýsing

Hér að neðan má sjá auglýsingu sem er ætlað að vekja athygli stjórnenda og starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og benda á þau verkfæri sem aðgengileg eru til að fyrirbyggja og bregðast við slíkri hegðun.

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439