Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Markmið hennar er að hvetja vinnustaði til að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu og huga að forvörnum og viðbrögðum við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Hér á síðunni má finna tvö ný fræðslumyndbönd og annað efni fyrir stjórnendur og starfsfólk sem ætlað er að auka þekkingu á málefninu og efla heilbrigð samskipt í vinnuumhverfinu.

Ný myndbönd um kynbundna áreitni og ofbeldi

Hvað er kynbundin áreitni í vinnuumhverfinu?

Í myndbandinu er kynbundin áreitni útskýrð og farið yfir hvernig hún getur birst í samskiptum og hegðun í vinnuumhverfinu.

Hvað er ofbeldi í vinnuumhverfinu?

Í myndbandinu er fjallað um ofbeldi í vinnuumhverfinu, bæði líkamlegt og andlegt, og  ólíkar birtingamyndir þess.

Myndböndin bætast við önnur myndbönd um einelti, áreitni og ofbeldi vinnuumhverfinu sem Vinnueftirltið hefur unnið í samvinnu við samtök aðila vinnumarkaðarsins, embætti landlæknis og Jafnréttisstofu, en þau eru:

Fræðsluefni um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Vinnueftirlitið hvetur stjórnendur og starfsfólk til að kynna sér fræðsluefni um heilbrigða vinnustaðamenningu, forvarnir og viðbrögð við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Efnið má nálgast hér að neðan:

Viðgengst áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum þínum?

Hefur þú upplifað áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu en ert ekki viss? Hefur þú séð aðra verða fyrir áreitni eða ofbeldi en veist ekki hvað þú átt að gera?

Sækja verkfærin

Hagnýtar upplýs­ingar fyrir stjórn­endur

Veist þú hvernig þú átt að bregðast við áreitni og ofbeldi ef það kemur upp á vinnustaðnum þínum? Þekkir þú áhrif áreitnis og ofbeldis á þolendur?

Sækja verkfærin

Hvað veist þú um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu?

Kannaðu þekkingu þína á áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og vertu vertu klár að bregðast við.

Kannaðu þekkingu þína