Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Markmið hennar er að hvetja vinnustaði til að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu og huga að forvörnum og viðbrögðum við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.
Hér á síðunni má finna tvö ný fræðslumyndbönd og annað efni fyrir stjórnendur og starfsfólk sem ætlað er að auka þekkingu á málefninu og efla heilbrigð samskipt í vinnuumhverfinu.
Ný myndbönd um kynbundna áreitni og ofbeldi
Hvað er kynbundin áreitni í vinnuumhverfinu?
Í myndbandinu er kynbundin áreitni útskýrð og farið yfir hvernig hún getur birst í samskiptum og hegðun í vinnuumhverfinu.
Hvað er ofbeldi í vinnuumhverfinu?
Í myndbandinu er fjallað um ofbeldi í vinnuumhverfinu, bæði líkamlegt og andlegt, og ólíkar birtingamyndir þess.
Myndböndin bætast við önnur myndbönd um einelti, áreitni og ofbeldi vinnuumhverfinu sem Vinnueftirltið hefur unnið í samvinnu við samtök aðila vinnumarkaðarsins, embætti landlæknis og Jafnréttisstofu, en þau eru:
Fræðsluefni um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu
Vinnueftirlitið hvetur stjórnendur og starfsfólk til að kynna sér fræðsluefni um heilbrigða vinnustaðamenningu, forvarnir og viðbrögð við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.
Efnið má nálgast hér að neðan:

Viðgengst áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum þínum?
Hefur þú upplifað áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu en ert ekki viss? Hefur þú séð aðra verða fyrir áreitni eða ofbeldi en veist ekki hvað þú átt að gera?

Hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur
Veist þú hvernig þú átt að bregðast við áreitni og ofbeldi ef það kemur upp á vinnustaðnum þínum? Þekkir þú áhrif áreitnis og ofbeldis á þolendur?

Hvað veist þú um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu?
Kannaðu þekkingu þína á áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og vertu vertu klár að bregðast við.