Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Lærðu að bera kennsl á vísbendingar um mansal

3. maí 2022

Vinnueftirlitið vekur athygli á upplýsingabæklingi sem ætlað er að hjálpa fólki að bera kennsl á mansal sem dómsmálaráðuneytið hefur gefið út á þremur tungumálum.

Vinnueftirlitið: Öryggi við skurðgröft (1)

Í bæklingnum er farið yfir vísbendingar um mansal sem geta birst í hegðun, viðmóti og ásýnd en ekki síður í vinnu- eða lífskjörum viðkomandi. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.

Hlutverk Vinnueftirlitsins er að tryggja að allir komi heilir heim úr vinnu. Ef grunur er um að aðbúnaður starfsfólks sé ekki eins og vera skal eða heilsu þess og öryggi ógnað, hvetur Vinnueftirlitið til þess að upplýsingum þar um verði komið á framfæri við stofnunina, svo sem með því að senda inn ábendingu.

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439