Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Nýir leiðtogar hjá Vinnueftirlitinu

10. október 2022

Vinnueftirlitið samþykkti nýja stefnu og framtíðarsýn í júní síðastliðnum sem kallaði á breytingar á skipulagi stofnunarinnar. Nýir leiðtogar hafa nú tekið til starfa hjá stofnuninni en þeim er ætlað að styðja við innleiðingu á þeirri stefnu og framtíðarsýn sem hefur verið mörkuð.

Vinnueftirlitið-nýir leiðtogar

Markmið nýja skipulagsins er að auðvelda stofnuninni að gegna því meginhlutverki sínu að stuðla að því að öll komi heil heim úr vinnu. Áhersla verður á verkefnamiðaða nálgun, bæði í umbóta- og nýsköpunarverkefnum í verkefnastofu og í ferlaverkefnum stofnunarinnar sem flæða í gegnum strauma upplýsingatækni, vettvangsathugana, stafrænna samskipta og vinnuvéla og tækja. 

Þórdís Huld Vignisdóttir er leiðtogi straums vettvangsathugana. Þórdís er með B.Sc. gráðu í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þórdís hefur starfað hjá Becromal Iceland/TDK Foil Iceland síðastliðin 11 ár, lengst af íumhverfis- og öryggismálum með tengsl í gæðamál. Frá árinu 2018 stýrði hún öryggis– og umhverfisdeildi fyrirtækisins.  

Sverrir Gunnlaugsson hefur tekið við sem leiðtogi nýs straums upplýsingatækni. Sverrir er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem deildarstjóri Upplýsingatæknideildar Vinnueftirlitsins frá 2017. 

Margeir Örn Óskarsson er leiðtogi straums stafrænna samskipta. Margeir Örn er menntaður kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur víðtæka reynslu af upplýsingatækni og rekstri tölvukerfa. Margeir Örn hefur starfað hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðin tvö ár sem sérfræðingur í upplýsingatæknideild.   

Guðrún Birna Jörgensen er leiðtogi verkefnastofu. Guðrún Birna er með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum og iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands. Guðrún Birna hefur síðastliðið ár starfað sem verkefnastjóri  hjá Landsspítalanum. Áður starfaði hún sem viðskiptastjóri á framleiðslusviði hjá Samtökum iðnaðarins. Árin 2011-2017 starfaði hún hjá Íslandsstofu sem verkefnastjóri Inspired by Iceland. 

Ægir Ægisson er leiðtogi straums vinnuvéla og tækja. Ægir er menntaður vélvirki  með 30 tonna skipstjórnarréttindi, meirapróf og próf á allar vinnuvélar. Hann hefur frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur í eftirliti vinnuvéla og tækja hjá Vinnueftirlitinu.  

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439