Heilsueflandi vinnustaður: Viðmið fyrir vinnuumhverfi
4. maí 2022
Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins á fjarfundi á vegum Stjórnvísi á morgun.
Fundurinn, sem ber yfirskriftina Heilsueflandi vinnustaður – Viðmið fyrir vinnuumhverfi, hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.00.
Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu
Dagskráin er eftirfarandi:
Inga Berg Gísladóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins.
Kristín B. Reynisdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá VIRK fjallar um stoðkerfið og vinnuumhverfið.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu verður með erindi um hvernig hægt sé að stuðla að betra vinnuumhverfi; rakaskemmdir og loftgæði. Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.