Þessi frétt er meira en árs gömul
Hefur orðið vinnuslys á þínum vinnustað? Á eftir að tilkynna það?
17. janúar 2023
Tilkynna skal rafrænt til Vinnueftirlitsins öll slys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð.


Tilkynna skal, innan viku , í eftirfarandi tilvikum:
hinn slasaði verður óvinnufær í einn eða fleiri daga umfram daginn sem slysið varð
líkur eru á að hinn slasaði hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni
hinn slasaði lætur lífið