Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Fjar- og netnámskeið um vinnuvélar, vinnuvernd, efni og efnahættur

25. október 2022

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið um vinnuvélar, vinnuvernd, efni og efnahættur. Flest námskeiðin eru kennd í gegnum Teams fjarfundakerfið en einnig eru komin á dagskrá nokkur netnámskeið. Á næstunni eru eftirfarandi námskeið í boði.

Vinnueftirlitid-namskeid

Vinnuvélanámskeið


Frumnámskeið veitir bókleg réttindi á minni vinnuvélar eins og dráttarvélar og lyftara og er undanfari að verklegri þjálfun og próftöku

Vinnuverndarnámskeið


Netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

Námskeiðið er ætlað öryggistrúnaðarmönnum og -vörðum á vinnustöðum. Tilgangurinn er að auka þekkingu þeirra á vinnuverndarmálum með áherslu á þróun öryggismenningar og forvarnir gegn helstu áhættuþáttum í vinnuumhverfi. Námskeiðið er einnig opið öðrum sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum Námskeiðið nemur um tólf klst.  en er aðgengilegt þátttakendum í sjö daga þannig að hægt er að haga tímanum að vild innan þess ramma.


Vinna í lokuðu rými (netnámskeið)

Námskeiðið nemur nemur um þremur klukkustundum. en er opið þátttakendum í þrjá daga. Megináhersla námskeiðsins lýtur að vinnu í lokuðu rými, þeim hættum sem geta skapast og mikilvægi réttra forvarna og viðbragðsáætlana.

Námskeið um efni- og efnahættur


Asbest (netnámskeið) 

Námskeiðið nemur um þremur klukkustundum en er opið þáttakendum í þrjá daga.  Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk er valda lítilli mengun.

ADR-námskeið eru fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm. 

Grunnnámskeið veitir réttindi til flutnings á stykkjavöru. Með viðbótarnámskeiðum fást réttindi til flutnings á efnum í tanki, á sprengifimum efnum og geislavirkum efnum. ADR réttindi gilda í 5 ár en má framlengja ef rétthafi hefur setið endurmenntunarnámskeið áður en þau renna út.