Er fjarvinna framtíðin?
16. mars 2021
Vinnueftirlitið efnir til morgunfundar undir yfirskriftinni „Er fjarvinna framtíðin?“ í tilefni af alþjóðlega vinnuverndardeginum miðvikudaginn 28. apríl næstkomandi, en þann dag er sjónum beint að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum um heim allan.
Fundurinn, sem fer fram á Teams, hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.00. Honum verður streymt beint af heimasíðu Vinnueftirlitsins og verður jafnframt aðgengilegur á síðunni eftir að honum lýkur.
Fjallað verður um málið út frá ýmsum hliðum. Meðal annars nýjustu rannsóknir á fjarvinnu, reynslu fyrirtækja af fjarvinnu í COVID og framtíðaráform fyrirtækja og stofnana í þessum efnum.
Endilega takið tímann frá.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.