Er allt í gulu á þínum vinnustað?
11. september 2024
VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitið bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði á Teams miðvikudaginn 18. september kl. 8.30-9.30 undir yfirskriftinni „Er allt í gulu á þinum vinnustað?“
Dagskrá
8.30-8.45 Heilsueflandi vinnustaður og geðrækt í gulum september
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis
8.45-9.00 Höfuð herðar hné og tær - Vinnuvernd frá toppi til táar
Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá VIRK, og María Jónsdóttir sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu
9.00-9.30 Vörður að vellíðan í vinnu
Sara Hlín Hálfdanardóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu
Skráning á Teamsfundinn er hér.
Morgunfundurinn er sá 15. í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.
Markmið Heilsueflandi vinnustaðar er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.