Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Afrit af slysatilkynningum í pósthólf á Ísland.is

18. mars 2021

Eitt af lykilverkefnum Vinnueftirlitsins er að halda skrá yfir vinnuslys sem tilkynningarskyld eru samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Tilgangurinn er að uppfylla þær skyldur stofnunarinnar að komast að orsökum slysa svo hægt sé að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.

Vinnueftirlitið-heilsueflandi forysta

Sú nýjung var innleidd 15. mars síðastliðinn að hinn slasaði mun framvegis fá afrit af slysatilkynningu er varðar hann inn á pósthólf sitt á Ísland.is. Tilgangurinn er að hinn slasaði sé upplýstur um að slysið hafi verið skráð í Slysaskrá Vinnueftirlitsins. Á það við um öll slys sem eru skráð frá og með 15. mars, óháð því hvenær þau áttu sér stað.

Jafnframt getur hinn slasaði nú fengið afrit af eldri slysatilkynningum er hann varðar í pósthólf sitt á Ísland.is. Hægt er að óska eftir því í gegnum þjónustuver Vinnueftirlitsins.

 

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439