Umsóknaferli fyrir ökunám og fyrsta ökuskírteini er nú stafrænt
19. júní 2023
Nú eru allir ferlar sem snúa að ökunemum, ökukennurum og ökuskólum vegna umsóknar um ökunám orðnir stafrænir og pappírsumsóknum nú hætt að mestu. Þetta einfaldar og gerir ferlana skilvirkari, styttir bið á skrifstofum sýslumanna og fækkar ferðum umsækjenda sem þurfa oft að fara um langan veg til sýslumanns í þessum erindagjörðum.
Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi þjónustu:
Ökunemar:
Geta sótt um námsheimild til að hefja ökunám á Ísland.is.
Geta fylgst með framvindu ökunáms á Mínum síðum .
Geta sótt stafrænt ökuskírteini þegar þeir hafa staðist verklegt próf.
Geta eftir 12 mánuði á bráðabirgðaskírteini og að akstursmati loknu sótt um fullnaðarskírteini .
Ökukennarar
Staðfesta með stafrænum hætti ökutíma, akstursmat og að nemandi sé tilbúinn í æfingaakstur.
Ökuskólar
Staðfesta stafrænt að nemandi hafi lokið ökuskóla. 1,2 og 3.
Leiðbeinendur í æfingaakstri
Geta sótt stafrænt um að gerast leiðbeinendur.
Athugið sérstaklega! Þegar stafræn umsókn um námsheimild er komin inn þurfa ökunemar að koma í eigin persónu til sýslumanns og skila inn mynd og gefa undirskrift.
Næstu skref í stafrænni þjónustu:
Sýslumenn geti sótt mynd og undirskrift úr vegabréfi fyrir útgáfu ökuskírteinis.
Undirbúningur hjá Samgöngustofu fyrir rafræna próftöku í bóklegum ökuprófum.
Aðrir umsóknarferlar ökuskírteina verði stafrænir.
Sýslumenn innleiða stafræna þjónustu í málaflokknum í góðu samstarfi við Innviðaráðaneytið, Samgöngustofu,Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland.