Fara beint í efnið

Hvernig líkaði þér þjónusta sýslumanna?

Okkur þætti vænt um að þú tækir þátt í stuttri könnun á upplifun þinni af þjónustu okkar Hlekkur á þjónustukönnun

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Fyrsti bankinn miðlar upplýsinga stafrænt til sýslumanna

13. mars 2025

Landsbankinn miðlar nú stafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.

Sýslumenn - teikning af blómi

Þessi nýja leið sparar erfingjum sporin og einfaldar þeim vinnuna í tengslum við skiptin, þar sem þeir þurfa ekki lengur að kalla sjálfir eftir þessum upplýsingum frá Landsbankanum og koma þeim til sýslumanna. Upplýsingarnar verða einnig forskráðar í rafrænar umsóknir/skýrslur sem erfingjar þurfa að fylla út og skila inn vegna skipta á dánarbúum:

Sjálfvirk miðlunin hófst 21. febrúar 2025 og gildir því um þau dánarbú sem stofnuðust eftir það.

Sýslumenn hafa unnið að því frá árinu 2021 að stafrænt væða dánarbúsferlið. Allar umsóknir/skýrslur sem erfingjar þurfa að skila inn vegna dánarbússkiptanna eru nú stafrænar. Þá hafa HMS, Samgöngustofu, Skatturinn og TR þegar hafið sjálfkrafa miðlun upplýsinga um eignir og skuldir dánarbúa í dánarbúskerfi sýslumanna.

Um mitt ár 2022 leituðu sýslumenn í samstarfi við Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu eftir því við Landsbankann, Íslandsbanka, Kviku banka og Arion banka að koma á þessari sjálfkrafa miðlun. Vonir standa til að tenging komist á milli hinna bankanna fyrir sumarið. Jafnframt verður áfram unnið að því að bankarnir fái rafrænan aðgang að yfirliti um framvindu skipta frá sýslumönnum.

Í febrúar 2024 var lögum um skipti á dánarbúum breytt. Viðskiptabönkum og sparisjóðum var gert skylt að afhenda sýslumönnum upplýsingar með rafrænum hætti. Jafnframt var lögfest að sýslumenn skyldu miðla upplýsingum til sömu aðila rafrænt, svo sem yfirliti um framvindu skipta.

Með tengingu við Landsbankann hefur mikilvægu skrefi verið náð í að gera ferlið varðandi uppgjör á dánarbúum öruggara, skilvirkara og einfaldara fyrir alla hluteigandi.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15