Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Um Mínar síður

Markmið með Mínum síðum Ísland.is er að það verði til einn staður fyrir einstaklinga og lögaðila til að nálgast gögn og sækja sér þjónustu þvert á ríkið.

Mínar upplýsingar á Ísland.is

Upplýsingar um

Mínar síður á Ísland.is - kynningarmyndband

Hvað má finna á Mínum síðum?

Stafrænt pósthólf

  • Allar stofnanir sem hafa innleitt pósthólfið senda skjöl til notenda hingað inn.

Mínar upplýsingar

  • Hér finnur notandi gögn sín og fjölskyldu sinnar úr Þjóðskrá/Fyrirtækjaskrá.

Fjármál

  • Undir fjármálum birtast upplýsingar frá Fjársýslunni um stöðu notanda við Ríkissjóð, ásamt fleiri aðgerðum því tengdu.

  • Skuldleysisvottorð

  • Umsókn um greiðsluáætlun

Umsóknir

  • Staða á stafrænum umsóknum sem notandinn hefur sótt um hjá hinu opinbera.

Menntun

  • Einkunnir þínar og barna þinna úr samræmdum prófum frá árinu 2020 sem sóttar eru til Menntamálastofnunar. Unnið er að því að því að koma öllum einkunnum úr menntakerfi Íslands á einn stað.

Fasteignir

  • Hér finnur notandi upplýsingar um fasteignir og lóðir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

  • Veðbókarvottorð

Ökutæki

  • Allar upplýsingar Samgöngustofu færast undir Mínar síður Ísland.is, s.s. ökutæki notanda, ökutækjaferill og uppfletting í ökutækjaskrá.

  • Skilavottorð

Upplýsingar um skírteini og starfsleyfi

  • Í dag birtast ökuskírteini, vinnuvélaréttindi, ADR-skírteini, skotvopnaleyfi og upplýsingar um vegabréf.

  • Að svo stöddu birtast einungis starfsleyfi kennara en unnið er að því að setja fleiri starfsleyfi þarna inn.

Mínar síður vaxa jafnt og þétt í tímans rás, eftir því sem fleiri stofnanir nýta sér þjónustugáttina.

Mínar síður búa ekki til ný og fleiri gögn heldur safna og sýna núverandi gögn frá ýmsum stofnunum.