Fara beint í efnið

Mínar síður

Markmið með Mínum síðum Ísland.is er að það verði til einn staður fyrir einstaklinga og lögaðila til að nálgast gögn og sækja sér þjónustu þvert á ríkið.

Efnisyfirlit

Með því að hafa gögn aðgengileg á einum stað þurfa notendur ekki að leita sér að þjónustu á mörgum stöðum heldur geta auðkennt sig einu sinni og fundið þá þjónustu og gögn þvert á stofnanir.

Mínar síður Ísland.is sýna mikilvægustu gögnin frá hinu opinbera sem tilheyra einstaklingum og lögaðilum – þvert á stofnanir.

Mínar upplýsingar á Ísland.is

Upplýsingar um Eldri Mínar síður

Mínar síður á Ísland.is - kynningarmyndband

Mínar síður á Ísland.is, stafrænaspjallið - myndband

Hvað má finna á Mínum síðum?

Stafrænt pósthólf

  • Allar stofnanir sem hafa innleitt pósthólfið senda skjöl til notenda hingað inn.

Mínar upplýsingar

  • Hér finnur notandi gögn sín og fjölskyldu sinnar úr Þjóðskrá/Fyrirtækjaskrá.

Fjármál

  • Undir fjármálum birtast upplýsingar frá Fjársýslunni um stöðu notanda við Ríkissjóð, ásamt fleiri aðgerðum því tengdu.

  • Skuldleysisvottorð

  • Umsókn um greiðsluáætlun

Umsóknir

  • Staða á stafrænum umsóknum sem notandinn hefur sótt um hjá hinu opinbera.

Menntun

  • Einkunnir þínar og barna þinna úr samræmdum prófum frá árinu 2020 sem sóttar eru til Menntamálastofnunar. Unnið er að því að því að koma öllum einkunnum úr menntakerfi Íslands á einn stað.

Fasteignir

  • Hér finnur notandi upplýsingar um fasteignir og lóðir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

  • Veðbókarvottorð

Ökutæki

  • Allar upplýsingar Samgöngustofu færast undir Mínar síður Ísland.is, s.s. ökutæki notanda, ökutækjaferill og uppfletting í ökutækjaskrá.

  • Skilavottorð

Upplýsingar um skírteini og starfsleyfi

  • Í dag birtast ökuskírteini, vinnuvélaréttindi, ADR-skírteini, skotvopnaleyfi og upplýsingar um vegabréf.

  • Að svo stöddu birtast einungis starfsleyfi kennara en unnið er að því að setja fleiri starfsleyfi þarna inn.

Mínar síður vaxa jafnt og þétt í tímans rás, eftir því sem fleiri stofnanir nýta sér þjónustugáttina.

Mínar síður búa ekki til ný og fleiri gögn heldur safna og sýna núverandi gögn frá ýmsum stofnunum.

Innskráning og aðgangsstýring - Leiðbeiningar:


Mínar síður fá aðgengisviðurkenningu

Á Íslensku vefverðlaununum 2021 unnu Mínar síður verðlaun fyrir besta vefkerfi landsins og fengu sömuleiðis sérstaka viðurkenningu fyrir aðgengismál.

„Krafa um gott aðgengi er sjálfsögð krafa um uppfyllingu sjálfsagðra mannréttinda. Aðgengi að opinberum upplýsingum í heimi þar sem slíkar upplýsingar færast í auknum mæli yfir í stafrænt form, skiptir höfuðmáli. Stórt og flókið verkefni sem er hvergi nærri lokið en hvert skref er stigið í rétta átt, án mismununar. Það er frábært að hugsa til þess að hægt sé að nálgast mikilvæg gögn og framkvæma algengar aðgerðir, þvert á stofnanir, innan eins vefsvæðis. Sú hugsun er samstíga almennri hugsun um aðgengi og einfaldleika . Megi þessi viðurkenning verða til þess að hugmyndin um jafnt aðgengi allra haldi áfram að verða leiðarljós í frekari þróun komandi ára.“

„Vefkerfi ársins er með skýrleika í fyrirrúmi og gerir flókna umsýslu gagna þægilega í notkun. Vefurinn er einstaklega notendavænn og aðgengismál alveg til fyrirmyndar. Veftréð er einfalt, rökrétt og vel sett upp og styður vel við notendur með skýrum hætti. Augljóst er að lögð hefur verið mikil vinna í að einfalda flókin ferli með hag notenda að leiðarljósi. Jafnvel þótt að vefurinn sé enn í þróun þá eru gæðin á þá leið að auðvelt er að leyfa sér að hlakka til þegar lokaútgáfa liggur fyrir.“

Ávinningur fyrir stofnanir

Mínar síður Ísland.is er þjónustugátt fyrir allar stofnanir sem þurfa að koma upplýsingum eða þjónustu til notenda sinna. Viðmótið er notendavænt þar sem passað er upp á aðgengi. Viðmótið er á tölvulesanlegu formi, það skalast vel í síma og er með tungumála stuðningi.

Með því að nýta sér Mínar síður Ísland.is þarf stofnun ekki að innleiða innskráningar og umboðskerfi.

Mínar síður safna ekki neinum gögnum heldur sækja gögn til stofnunar á öruggan hátt í gegnum vefþjónustur þar sem x-road er notað fyrir örugg samskipti. Stofnun býr til vefþjónustur og vinnur síðan með hönnunarteymi Stafræns Íslands við það að ákveða hvernig gögnin birtast notandanum.


Hvað þarf stofnun að gera:


Hvaða hlutverki gegnir Stafrænt Ísland:

Mínar síður Ísland.is er í boði fyrir stofnanir þeim að kostnaðarlausu. Stafrænt Ísland sér um rekstur og viðhald framendans ásamt því að tryggja uppitíma og öryggi innskráningar og umboðskerfis. Stofnunin þarf að tryggja uppitíma vefþjónusta.

Hönnunar- og efnisstefna Stafræns Íslands er notuð en framendinn er þróaður í samstarfi við stofnun. Stafrænt Ísland getur aðstoðað við uppsetningu og þróun á vefþjónustum ef þess er óskað.

Tæknilegar upplýsingar

Til að veita gögn inn á Mínar síður þurfa stofnanir að tengjast Straumnum.

Stafrænt Ísland viðheldur hönnunarkerfi og efniskerfi þar sem aðgangur fyrir alla er tryggður.

Aðgengi að gögnum á Mínum síðum er sett upp á skynsaman hátt óháð stofnun.

Innviðir kerfisins tryggja öryggi gagna og uppitíma.

Spurt og svarað

Skilmálar

Lesa skilmála vegna birtingar upplýsinga á Mínum síðum.