Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Hvað þarf stofnun að gera?

Mikilvægt er að skýr tilgangur sé með umsókn um aðild að Straumnum og uppsetningu á X-Road öryggisþjónum. Tilgangurinn ætti að vera tengdur við ákveðin verkefni, svo sem innleiðingu á þjónustum Stafræns Íslands.

Þegar opinber aðili hefur skilgreint tilgang og lagt mat á umfang verkefna sem tengjast innleiðing á Straumnum er næsta skref að senda samstarfsbeiðni til Stafræns Íslands sem veitir ráðgjöf og aðstoðar við innleiðinguna.

Ferli umsóknar um Strauminn

  1. Opinberir aðilar sem vilja tengjast Straumnum senda samstarfsbeiðni til Stafræns Íslands. Umsóknin ætti að vera lögð fram af einstaklingi sem gegnir ábyrgðarstöðu hjá umsækjandanum (helst prókúruhafa), því sannreyna þarf lögmæti umsóknarinnar. Brýnt er að traust ríki milli samstarfsaðila og því nauðsynlegt að njóti stuðnings og sé kunnug stjórnendum umsækjanda.

    Í umsókninni er einnig mikilvægt að tilgreina bæði stjórnunarlega og tæknilega tengiliði vegna verkefnisins.

  2. Umsókn móttekin og samþykkt af Stafrænu Íslandi
    Í kjölfar umsóknarinnar býður Stafrænt Ísland upp á almenna kynningu á Straumnum / X-Road fyrir umsækjendur og metur umsóknina. Við samþykkt umsóknar þarf að liggja fyrir ákvörðun um uppsetningu, rekstrarfyrirkomulag og hýsingu þeirra X-Road öryggisþjóna sem umsækjandi hyggst nýta, hvort sem er í eigin umhverfi eða með aðstoð þriðja aðila.

    Athugið að Stafrænt Ísland mælir gegn ákveðnum tegundum rekstrar öryggisþjóna þar sem þær geta torveldað rekstur Straumsins.

  3. Uppsetning, umsókn um skilríki og auðkenning öryggisþjóna
    Umsækjandi setur upp öryggisþjóna er hann hyggst nýta, annað hvort sjálfur eða í samstarfi við þriðja aðila.
    Eftir uppsetningu þarf að skrá öryggisþjónana í Miðjuna til að tengja þá við Strauminn. Miðjan er heiti yfir þá miðlægu þjónustuþætti sem nauðsynlegir eru fyrir rekstur og öryggi gagnaflutningskerfisins. Núverandi rekstraraðili Miðjunnar er OK, en það fyrirtæki útvegar umsækjendum nauðsynleg skilríki og upplýsingar til að auðkenna þjónana í Straumnum.

    Athugið að beiðni um skráningu öryggisþjónanna hjá OK þarf að koma frá tæknilegum tengilið umsækjanda sem tilgreindur var í samstarfsumsókninni til Stafræns Íslands.

Frekari leiðbeiningar um uppsetningu og skráningu öryggisþjóna í Strauminn.

Hönnun og þróun vefþjónusta

Umsækjandi ber ábyrgð á þróun, viðhaldi og rekstri sinna vefþjónusta sem tengjast Straumnum (X-Road). Umsækjandi skráir þessar þjónustur í sinn öryggisþjón og getur veitt öðrum aðilum Straumsins aðgang að þeim, ef hann svo kýs, eða tengst þjónustum annara aðila Straumsins, eftir því sem við á.

Athugið að hönnun og útfærsla vefþjónusta er sjálfstætt ferli, ótengt þessu umsóknar- og skráningarferli, en Stafrænt Ísland mælist til þess að aðilar sem hyggjast bjóða upp á vefþjónustur í Straumnum kynni sér vefþjónustustefnu Stafræns Íslands.