Straumurinn (X-Road)
Hlutverk Stafræns Íslands
Stafrænt Ísland aðstoðar umsækjendur við innleiðingu Straumsins og leiðbeinir opinberum aðilum við uppsetningu öryggisþjóna.
Þá ber Stafrænt Ísland ábyrgð á þróun og viðhaldi Miðjunnar og semur við þá rekstraraðila sem þjónusta hana hverju sinni.
Stafrænt Ísland er einnig fulltrúi Íslands í alþjóðlega NIIS-samstarfinu, sem ber ábyrgð á þróun kjarnahugbúnaðar X-Road þjónustunnar.
Tæknilegar upplýsingar
Skilmálar
Þjónustuskilmálar Straumsins (X-Road) mynda samkomulag þjónustuþega og rekstraraðila um gæðakröfur, aðgengi og viðhald vegna notkunar á Straumnum.