Lokun eldri innskráningarþjónustu
Eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is lokar endanlega í tveimur fösum haustið 2024.
Fyrsti fasi – kemur til framkvæmda 2. september 2024
Lokað verður á þá aðila sem hafa ekki notað Íslykilshluta eldri innskráningarþjónustu.
Annar fasi – kemur til framkvæmda 1. október 2024
Frá og með 1. október verður hægt að mæta á þjónustumiðstöð og framvísa umboði til miðlægrar skráningar, t.d. á einhverri þeirra þjónustumiðstöðva hins opinbera sem þegar eru með starfsemi víða um land. Þetta mun leysa það að þau sem ekki geta fengið rafræn skilríki munu geta veitt umboð.
Lokun á eldri innskráningarþjónustunni kláruð og henni endanlega lokað. Þá verður ekki lengur hægt að nota Íslykil til innskráningar.
Ný innskráningarþjónusta og umboðskerfi sem kallast Innskráning fyrir alla hefur tekið við af eldri þjónustu Ísland.is. Nýja þjónustan er ætluð opinberum aðilum, stofnunum og sveitarfélögum.
Einkaaðilar sem hafa valið að nota rafræn skilríki til að auðkenna viðskiptavini sína geta leitað meðal annars til eftirfarandi fyrirtækja:
Nánari upplýsingar og umsókn um Innskráningu fyrir alla á Ísland.is.
Hér má sjá auglýsingar og tilkynningar sem birtar hafa verið vegna þessa á Ísland.is
https://island.is/frett/lokad-hefur-verid-fyrir-nyskraningar-i-eldri-innskraningarthjonustu-island
https://island.is/frett/eldri-innskraningarthjonusta-island-is-lokar