Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf maí 2023 #2

31. maí 2023

Stafrænt Ísland leggur áherslu á að þjónusta alla og tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum þess efnis. Fleiri opinberir aðilar er nú komnir á Ísland.is

Að stofna fyrirtæki

Stafræn þjónusta fyrir alla

Tilgangur þess að megin samskiptaleið hins opinbera sé stafræn er að bæta þjónustu við almenning. Bætt stafræn þjónsta er tvíþætt og felur í sér annars vegar bætta upplýsingagjöf og aukna sjálfsafgreiðslu hins vegar.

Eins og kemur fram í Stafrænu stefnu stjórnvalda þá er stafræn þjónusta skýr, örugg, einföld og hraðvirk. Almenningur og fyrirtæki í landinu komast beint að efninu, hvar og hvenær sem er, sem sparar dýrmætan tíma fólks.

Stafrænt Ísland starfar eftir Stafrænu stefnunni og leggur sig fram við að tryggja að allir sem vilja nýta sér stafrænar leiðir að þjónstu hafi tækifæri til þess. Þess vegna er Stafrænt Ísland í virku samtali við fjölda hagsmunaaðila og forgangsraðar verkefnum þannig að svo megi verða. Ekkert er gefið eftir þegar kemur að aðgengi. Öll verkefni Stafræns Íslands byggja á efnisstefnuaðgengisstefnu og hönnunarkerfi til að tryggja hæstu kröfur aðgengis.

Þessu til viðbótar kemur Stafrænt Ísland að tveimur mikilvægum verkefnum sem fjölgar þeim sem geta nýtt sér stafræna þjónustu. Það er verkefnið Gott að eldast sem er ætlað að bæta þjónustu við eldra fólk og þróun á lausnum fyrir stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk. Þannig viljum við hjá Stafrænu Íslandi leggja okkar að mörkum að stafræn þjónusta sé aðgengileg öllum sem hana vilja.


Velkomið á Ísland.is - Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur flutt vefsvæði sitt til Ísland.is og er það þrettánda í röðinni. SAK er mikill liðsstyrkur fyrir heilbrigðisarm Ísland.is.

Skoða vef Sjúkrahúss Akureyringa


Bjóðum Skatturinn velkominn 

Innleiðing á nýrri innskráningarþjónustu Ísland.is er í fullum gangi og tók svo sannarlega kipp þegar Skatturinn slóst með í för. Það var skemmtileg áskorun að innleiða á svo stóru augnabliki og birting álagningaseðlanna er. Staða við ríkissjóð er aðgengileg á Mínum síðum Ísland.is sem og greiðsludreifing sé þörf á.

Umsókn um greiðsludreifingu


Þjónustusíða Sjúkratrygginga opnuð

Síðan er sú fjórða í röðinni á Ísland.is og er markmiðið hennar að bæta upplýsingagjöf til notenda með því að gera notendum auðveldara fyrir að afla upplýsinga sjálfir.

Þjónustusíða Sjúkratrygginga


Allt um bílinn þinn á Ísland.is

Nú hafa tilkynningar um eigendaskipti ökutækja og meðeigenda ökutækja flust yfir á Ísland.is.

Lesa frétt hér


Öryggisflokkun gagna uppfærð  

Birt hefur verið útgáfa 1.2 af öryggisflokkun gagna ríkisins. Fyrsta útgáfa var birt í október 2022.

Lesa frétt um uppfærslu


Umsóknarkerfi Ísland.is

Kynningarmyndband um hvernig umsóknarkerfi Ísland.is virkar og fyrir hverja það er.

Horfa á kynningarmyndband


Meðal verkefna Stafræns Íslands eru:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á einstaklingum með Verðbréfaréttindi á Íslandi

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun einkamekis ökuréttindi

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Ísland.is app - Fjármál

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsferilsyfirlit brautskráðra frá Háskóla Íslands

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar siður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Mínar síður. Vélar og tæki

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Staðfesting á endurmenntun vegna verðbréfaréttinda

  • Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Starfatorg ríkisins á Ísland.is

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsókn um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ES kortið

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Umsókn um ökuritakort

  • Vefur gæða- og efrilitsstofnunar velferðarmála

  • Vefur Samgöngustofu á Ísland.is

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is