Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf ágúst 2022

8. ágúst 2022

Fréttabréf Stafæns Íslands ágúst 2022.

Egov ísland grænt

Ísland í 4.sæti meðal Evrópuþjóða

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun meðal Evrópuríkja á stafrænni, opinberri þjónustu (eGovernment Benchmark) og hækkar um þrjú sæti milli ára.  

Í efstu þremur sætunum eru Malta, Eistland og Lúxemborg, en næst á eftir Íslandi koma Holland, Finnland og Danmörk. Könnunin er ítarleg og  byggist m.a. á upplifun notenda, en Evrópusambandið hefur sett það markmið að bæta notendaupplifun og stafræna þjónustu.   

Í niðurstöðum könnunarinnar er Ísland nefnt sem leiðandi þjóð þegar kemur að rafrænni auðkenningu. Ísland er enn fremur í fyrsta sæti í notkun rafrænna skilríkja en í upphafi þessa árs voru 96% landamanna 18 ára og eldri með rafræn skilríki. Þá er nú hægt að nýta stafrænar umsóknir eða stafræn samskipti í um 80% tilvika þegar sækja þarf opinbera þjónustu, en þar er Ísland sömuleiðis leiðandi meðal Evrópuþjóða. 
Könnunin er framkvæmd af Evrópuráði sem er framkvæmdararmur Evrópusambandsins.

Lesa nánar


tengjum rikid vefur 2209

Stefna um notkun skýjalausna gefin út

Notkun skýjalausna er ætlað að auka öryggi við varðveislu gagna, bæta þjónustu og stuðla að aukinni nýsköpun.

Lesa nánar


Bætt þjónusta við börn

Forsjáraðilar geta nú séð Mínar síður barna sinna á Ísland.is með því að skipta um notanda. Forsjáraðilar hafa umboð að Mínum síðum barna sinna til 18 ára aldurs, en til 16 ára aldurs að stafrænu pósthólfi. Með þessari breytingu geta allir forsjáraðlar séð börnin sín óháð fjölskyldunúmeri.

Mínar síður Ísland.is


Skuldleysisvottorð einstaklinga stafrænt!

Skuldleysisvottorð fyrir einstaklinga er nú hægt að nálgast með stafrænum hætti á Ísland.is. Unnið er að stafrænu skuldleysisvottorði fyrir fyrirtæki sömuleiðis og er von á því með haustinu.

Skuldleysisvottorð á Ísland.is


Notendur velja sjálfsafgreiðslu!

Með nýjum þjónustuvef og spjallmenni hefur vikulegum fyrirspurnum til Ísland.is fækkað um 35%. Þetta þýðir að símtölum og tölvupóstum hefur fækkað um rúmlega 500 í júní mánuði. Notendur virðast kunna vel við þessa auknu þjónustu sem gerir fólki kleyft að leysta hratt úr eigin fyrirspurnum á einfaldan hátt!

Þjónustuvefur Ísland.is


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Vefur Útlendingastofnunar á Ísland.is

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.

  • Umboðskerfi fyrir fyrirtæki

  • Skotvopnaleyfi birt í Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is

  • ADR og vinnuvélaréttindi birt í Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is