Fara beint í efnið

4. ágúst 2022

Ísland í 4.sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni, opinberri þjónustu (eGovernment Benchmark) og hækkar um þrjú sæti milli ára.

Egov ísland grænt

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun meðal Evrópuríkja á stafrænni, opinberri þjónustu (eGovernmentBenchmark) og hækkar um þrjú sæti milli ára. 

Í efstu þremur sætunum eru Malta, Eistland og Lúxemborg, en næst á eftir Íslandi koma Holland, Finnland og Danmörk. Könnunin er ítarleg og byggist m.a. á upplifun notenda, en Evrópusambandið hefur sett það markmið að bæta notendaupplifun og stafræna þjónustu. 

Í niðurstöðum könnunarinnar er Ísland nefnt sem leiðandi þjóð þegar kemur að rafrænni auðkenningu. Ísland er enn fremur í fyrsta sæti í notkun rafrænna skilríkja en í upphafi þessa árs voru 96% landamanna 18 ára og eldri með rafræn skilríki. Þá er nú hægt að nýta stafrænar umsóknir eða stafræn samskipti í um 80% tilvika þegar sækja þarf opinbera þjónustu, en þar er Ísland sömuleiðis leiðandi meðal Evrópuþjóða.

Ísland er í 11. sæti þegar kemur  að stafrænni þjónustu á netinu en 91 prósent opinberrar þjónustu er þegar hægt að leysa á netinu. Þá er Ísland er í áttunda sæti þegar kemur að snjallsímavænni þjónustu með 98 prósentustig og fær Ísland.is appið sérstaka umfjöllun í skýrslunni.

Niðurstaðan sýnir að Ísland er vel yfir meðaltalinu í þremur af fjórum flokkum könnunarinnar, en unnið er markvisst að því að styrkja stöðu Íslands enn frekar næstu árin. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra:
"
Það er alltaf ánægjulegt þegar við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Þessi niðurstaða er mikil viðurkenning fyrir öfluga vinnu síðustu missera, en við ætlum okkur auðvitað að gera enn betur á komandi árum.”

Í stafrænni stefnu hins opinbera sem gefin var út í fyrra er sett fram sú sýn að verða meðal allra fremstu þjóða heims í stafrænni þjónustu. Ísland nálgast það markmið hratt og hefur hækkað um sjö sæti frá árinu 2019. Lykiláherslur stefnunnar eru að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar, bæta opinbera þjónustu, tryggja öruggari innviði og nútímalegra starfsumhverfi.

Einkunnagjöf í könnuninni (eGovernmentBenchmark) byggir á fjórum meginflokkum :

  • Notendamiðuð þjónusta. Lagt er mat á það  hvort þjónustan sé stafræn, farsímavæn og hversu góður stuðningur er þar við. Hér er Ísland í 6.sæti meðmeð 95 prósentustig, vel yfir meðaltalinu sem er  88 prósent.

  • Gagnsæi. Metið er hvort stafrænu þjónustuferlin séu gagnsæ og hvort notandi sé þátttakandi í ferlinu og hafi góða yfirsýn. Hér er Ísland í2.sæti í ár með 92 prósentustig, en meðaltalið er59,5 prósent.

  • Kjarnaþjónustur. Lagt er mat á hvort grunnkerfi og grunnþjónustur hins opinbera séu aðgengilegar. Dæmi um slíka þjónustu er stafræna pósthólfið á Ísland.is. Hér situr Ísland í 5.sæti með 93 prósentustig, en meðaltalið ertæp69 prósent.

  • Þjónusta þvert á landamæri. Hér er lagt mat á hvernig stafræna þjónustan gagnast notendum í öðrum löndum. Meðal annars hvort hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustur á öðru tungumáli en íslensku og hvort unnt er að nota rafræna auðkenningu þvert á landamæri sem er eitt af lykilatriðum meðal þjóða innan Evrópusambandsins. Það er mikill hagur fyrir Ísland að vera leiðandi í flokknumþrátt fyrir að standa utan Evrópusambandsins. Ísland er í 12.sæti í þessum flokki með 65 prósentustig og hækkarum 11 prósent milli ára, en meðaltalið er tæp55 prósent.

Helstu tækifæri til umbóta fyrir Ísland er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar  helst að finna í stafrænum samskiptum fyrir notendur milli landa og frekari uppbyggingu Ísland.is sem þjónustugátt hins opinbera. Í forvirkri þjónustu liggja sömuleiðis tækifæri í bættri þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Með forvirkri þjónustu er átt við þjónustu sem ekki er þörf á að sækja um sérstaklega.

eGovernment Benchmark er framkvæmt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Lesa tilkynningu um niðurstöðurnar.

Lesa stafræna stefna hins opinbera.