Fara beint í efnið
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk Forsíða
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk Forsíða

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Um réttindagæsluna

Réttindagæslan aðstoðar fatlað fólk við að ná fram rétti sínum þegar réttindi þess eru ekki tryggð eða þau brotin. Aðstoðin getur til dæmis verið:

  • Upplýsingaöflun hvernig á málum er haldið og leiðbeiningar um úrbætur

  • Sitja fundi með einstaklingum eða skýrslutöku fyrir lögreglu og dómstólum þegar mál eru tekin fyrir

  • Fylgjast með að málsmeðferð sé í samræmi við lög og tryggja að fatlað fólk njóti jafnrar stöðu sem persónur fyrir lögum

  • Leiðbeina og aðstoða þegar reynir á sjálfræði fólks, hæfni til að fara með eigin réttindi og skyldur (gerhæfi) og sjálfsákvörðunarrétt

  • Undirbúa kærur eða kvartanir fyrir fólk og nota allar áfrýjunarleiðir innan stjórnsýslunnar

  • Koma ábendingum til skila til hluteigandi stjórnvalda eða aðila

Telji fatlaður einstaklingur að á rétti hans sé brotið getur hann haft samband við réttindagæsluna. Hún veitir í kjölfarið leiðbeiningar eða aðstoð við að leita réttar síns eftir því sem við á.

Frekari upplýsingar um réttindagæslu fyrir fatlað fólk má finna í:

III. kafla réttindagæslulaga fyrir fatlað fólk

Reglugerð um réttindagæsluna

Þann 1. maí 2025 færist réttindagæsla fyrir fatlað fólk yfir til Mannréttindastofnunar Íslands.

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Heim­il­is­fang

Síma­þjón­usta

Opið frá kl. 9 - 16 alla virka daga

Hægt er að lesa inn skilaboð í talhólf utan þess

Sími: 554 8100