Hlutverk réttindagæslunnar er að veita fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að það njóti viðurkenningar sem persónur fyrir lögum.
Frá og með 1. janúar 2025 leitar fatlaður einstaklingur til sýslumanns við val á persónulegum talsmanni eða þegar afturkalla þarf umboð viðkomandi.