Fara beint í efnið
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk Forsíða
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk Forsíða

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Réttindi fatlaðs fólks

Fatlað fólk skal njóta mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Allir einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir, eru jafnir fyrir lögum og skulu því njóta jafns aðgengis og jafnrar þátttöku á öllum sviðum lífsins, án mismununar af nokkru tagi. Dæmi um þau réttindi sem fatlað fólk skal njóta til jafns við aðra:

  • Réttur til frelsis og persónulegs öryggis.

  • Réttur til að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu.

  • Réttur til tjáningar- og skoðanafrelsis.

  • Réttur til að stofna fjölskyldu.

  • Réttur til heimilis.

  • Réttur til menntunar.

  • Réttur til heilbrigðisþjónustu.

  • Réttur til vinnu.

  • Réttur til að kjósa og vera kosið.

  • Réttur til að taka þátt í menningarlífi.

Þegar réttur fatlaðs fólks er skertur eða grunur er um það er nauðsynlegt að grípa til ráðstafana til að leiðrétta og koma í veg fyrir að það gerist.

Fötluðu fólki skal m.a. standa til boða;

  • stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar,

  • húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og

  • félagsleg þjónusta sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri þátttöku í samfélaginu.

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Heim­il­is­fang

Síma­þjón­usta

Opið frá kl. 9 - 16 alla virka daga

Hægt er að lesa inn skilaboð í talhólf utan þess

Sími: 554 8100