Fara beint í efnið
header image

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk Forsíða

Réttindi fatlaðs fólks

Fatlað fólk nýtur sömu almennu réttinda og sama grundvallarfrelsis og annað fólk. Það er jafngildir borgarar og skal njóta jafnrar stöðu fyrir lögum, jafns réttar, jafns aðgengis og jafnrar þátttöku á öllum sviðum lífsins, án mismununar af nokkru tagi. Fatlað fólk nýtur sem dæmi jafnrar réttinda til 

  • að kjósa 

  • að kaupa og eiga húseign 

  • að mennta sig 

  • að sækja almenna þjónustu og njóta hennar af sömu gæðum og annað fólk 

Ýmsar aðstæður geta valdið því að réttur fatlaðs fólks er skertur. Hægt er að grípa til ýmissa ráðstafana til að leiðrétta og koma í veg fyrir að það gerist. Réttindi fatlaðs fólks grundvallast fyrst og síðast á því að það sé almennir borgarar með jafna stöðu og jafnan rétt og ófatlað fólk.  

Skerðing fólks og aðstæður geta einnig myndað sérstakan rétt til ákveðinnar þjónustu eða stuðnings, til dæmis stoðþjónustu, hjálpar- og stuðningstækja eða lífeyris.

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Heim­il­is­fang

Austurströnd 3

170 Seltjarnarnes

Afgreiðslu­tími

Opið alla virka daga milli kl. 10 -14

Sími: 554 8100