3. apríl 2006 lauk Persónuvernd því verkefni að kanna lögmæti og öryggi vinnslu persónuupplýsinga hjá félagsþjónustum Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga hjá öllum þessum félagsþjónustum væri heimil að lögum. Þá taldi stofnunin öryggi vinnslunnar ekki ábótavant hjá öðrum félagsþjónustum en þeirri í Hafnarfirði. Var þó talið rétt að leiðbeina um tilteknar úrbætur á öryggiskerfi allra félagsþjónustnanna, en til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði var auk þess beint fyrirmælum um tilteknar úrbætur.