Aðgangur Lögreglu- og tollstjórans að Star Check innritunarkerfi IGS
23. október 2008
Persónuvernd hefur svarað embætti Lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum um aðgang að svonefndu Star Check innritunarkerfi IGS (Icelandair Ground Services).
Persónuvernd hefur svarað embætti Lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum um aðgang að svonefndu Star Check innritunarkerfi IGS (Icelandair Ground Services).
Taldi Persónuvernd, m.a. með vísun til 30. gr. tollalaga, heimilt að embætti Lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum noti upplýsingar úr kerfi til innritunar á flugfarþegum til að geta séð hvort einstaklingar, sem líklegir eru taldir til að stunda innflutning fíkniefna eða aðra ólögmæta starfsemi, innriti farangur við brottför eða komu til landsins.