Undanfarnar tvær vikur hafa matsmenn á vegum NTÍ verið í tjónaskoðunum í Grindavík. Alls hafa borist 408 tilkynningar um tjón á húseignum og 53 tilkynningar um tjón á innbúum og lausafé. Matsmenn sem annast tjónamötin fyrir hönd NTÍ starfa hjá Verkís, Eflu, VSÓ og Cowi, sem hét áður Mannvit, auk þess sem þrír sjálfstætt starfandi matsmenn koma að matsstörfum. Af þessum 408 tjónstilkynningum eru 330 tilkynningar vegna íbúðaeigna og 78 vegna atvinnueigna.