Fara beint í efnið
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða
Náttúruhamfaratrygging Íslands Forsíða

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Mikilvæg atriði vegna flutninga á innbúi frá Grindavík

30. janúar 2024

Vegna fyrirhugaðra flutninga á innbúum heimila frá Grindavík hefur Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) tekið saman eftirfarandi punkta til upplýsinga.

Náttúruhamfaratrygging Íslands

Ef tjón hefur orðið á vátryggðu innbúi

Ef innbú er brunatryggt hjá vátryggingarfélagi (t.d. Fjölskylduvernd, F plús, Heimatrygging, Heimilisvernd) þá er það vátryggt hjá NTÍ gegn náttúruhamförum. Ef í ljós kemur að tjón hefur orðið á vátryggðu innbúi þegar farið verður inn í hús í Grindavík næstu daga, þá er best að hringja strax í NTÍ í síma 575-3300. Starfsmenn þar munu aðstoða við skráningu tjónsins og ákveða í samráði við eigendur hvenær hægt verður að skoða og meta tjónið.

Þegar búslóð er flutt frá Grindavík

Mikilvægt er að taka myndir af þeim hlutum sem skildir verða eftir í Grindavík, hvort sem þeir eru skemmdir eða ekki. 

Trygging í flutningi og á nýjum stað

Hægt er að kaupa sérstakar flutningstryggingar hjá almennu tryggingarfélögunum vegna mögulegra skemmda á innbúi vegna flutninga. Þegar flutningi innbús er lokið þarf að upplýsa tryggingarfélag um staðsetngingu innbús til að tryggja að það sé réttilega tryggt á nýjum stað fyrir hvers kyns tjónum. 

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur