Staða tjónamats í Grindavík
12. mars 2024
NTÍ hefur borist um 500 tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember s.l. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Tjónamati er lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna er hafin í 217 málum en 61 mál bíður tjónaskoðunar.
Af þessum 474 málum eru 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa.NTÍ hefur borist um 500 tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember s.l. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Tjónamati er lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna er hafin í 217 málum en 61 mál bíður tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum eru 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa.
Tilkynningar vegna húseigna skiptast þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggur ekki fyrir en að óbreyttu má búast við að þau verði á bilinu 70-75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum eru hafin í 62 málum, þar af eru 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð er um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð er um 3,4 milljarðar króna.
Lágar bótafjárhæðir í hlutatjónsmálum
Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggja nú fyrir í 112 málum og er unnið að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim eru 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð er samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið er að meta 10 hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nema samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli.
Í 82 málum er það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og mun því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki kr. 400.000,-
Alls hafa borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og er tjónamati lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum er um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafa borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggur ekki fyrir.