Umönnunarnámskeið
Þetta námskeið er ætlað sem kennsluefni fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til að leiðbeina nýju starfsfólki í umönnun.
Námskeiðið er ekki sjálfsnám og nemandinn þarf leiðbeiningar og kennslu frá fagfólki.
Markmið:
Undirbúa starfsfólk fyrir umönnunarstörf undir leiðsögn fagfólks.
Veita fræðslu og þjálfun í mikilvægum þáttum umönnunar.
Kennsluaðferð:
Horfa á fyrirlestra (rafrænt efni).
Ræða lykilatriði úr handbók (.pdf) við leiðbeinanda.
Sýnikennsla á verklegum þáttum (horft á myndband eða sjálfsnám sem tilgreind eru í handbók sem verkefni)
Æfingar undir eftirliti leiðbeinanda.
Skráning á framvindu. Leiðbeinandi skráir í handbók hvað búið er að fara yfir.
Lokapróf & viðurkenningarskjal (með stundafjölda námskeiðsins).
Nemandi ætti ekki að horfa lengur en 40-60 mínútur í einu og ræða svo efnið við leiðbeinanda. Mælt er með að ljúka námskeiðinu á um 3 vikum, en hraðinn er einstaklingsbundinn. Hafa þarf í huga að nýtt starfsfólk í heilbrigðiskerfinu þarf að tileinka sér aðra hæfni samhliða námskeiðinu.

