Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

HAMUR meðferðarpakki

Hamur er meðferðarpakki (care bundle) sem er staðlað verklag og byggir á gagnreyndri þekkingu þar sem aðal verkþættirnir eru dregnir saman í pakka.

HAMUR inniheldur 5 verkþætti og vísar HAMUR orðið í upphafsstaf hvers verkþáttar:

H fyrir Hreyfingu
A fyrir Athuga húð
M fyrir Matvökva og næringu
U fyrir Undirlag
R fyrir Raka.

Á Landspítala er HAMUR meðferðarpakkinn notaður þegar sjúklingur er í áhættu fyrir myndun þrýstingsskaða.

HAMUR gátlisti er hafður inni hjá sjúklingi. Blaðið hjálpar til við að halda utan um staka verkþætti hjúkrunar sem eru framkvæmdir endurtekið til að varna þrýstingsskaða. HAMUR gátlistinn eykur yfirsýn yfir stöðu verkþátta og hvetur til upplýsingagjafar og fræðslu fyrir sjúklinga og aðstandenda þeirra. HAMUR gátlistinn er ekki hluti af sjúkraskrá sjúklings svo mikilvægt er að allar upplýsingar af honum séu skráðar í hjúkrunargreininguna „Hætta á þrýstingssári“ í sjúkraskrá sjúklings.

Sjá nánari upplýsingar um hvern verkþátt HAMUR í gæðaskjali LSH- 508