Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Um sjúkraskrár

Sjúkraskráin inniheldur persónuupplýsingar um sjúklinga og meðferð þeirra, þar á meðal:

  • texta og myndir

  • línurit og röntgenmyndir

  • mynd- og hljóðupptökur um meðferð og heilsufar sjúklings

Sjúklingur eða umboðsmaður hans á rétt á aðgangi að sjúkraskrá sinni, afriti af henni og lista yfir hverjir hafa skoðað hana

Embætti landlæknis gefur út upplýsingar um aðgang sjúklinga að sjúkraskrá og einnig lög um sjúkraskrár.

Afhending

Þegar beiðnin hefur verið afgreidd má nálgast stafrænt afrit í stafrænu pósthólfi.

Beiðni um leiðréttingar

Sjúklingur eða umboðsmaður hans getur óskað eftir leiðréttingu á röngum eða villandi upplýsingum í sjúkraskrá með því að senda rökstutt erindi með tölvupósti á nasu@landspitali.is

Allar beiðnir fara í gegnum nefnd um aðgang að sjúkraupplýsingum og getur úrvinnsla beiðna og vinnsla svara tekið nokkrar vikur. Synjun um upplýsingar má skjóta til landlæknis.

  • Ef sjúklingur er ósammála upplýsingum í skrá getur hann sent inn athugasemdir, sem bætast við sjúkraskrána.

  • Rangar upplýsingar, eins og rangt skráð ofnæmi eða lyf, má leiðrétta strax.

Lög banna eyðingu upplýsinga úr sjúkraskrá nema með samþykki landlæknis.