Þegar beiðnin hefur verið afgreidd má nálgast stafrænt afrit í stafrænu pósthólfi.
Beiðni um leiðréttingar
Sjúklingur eða umboðsmaður hans getur óskað eftir leiðréttingu á röngum eða villandi upplýsingum í sjúkraskrá með því að senda rökstutt erindi með tölvupósti á nasu@landspitali.is
Allar beiðnir fara í gegnum nefnd um aðgang að sjúkraupplýsingum og getur úrvinnsla beiðna og vinnsla svara tekið nokkrar vikur. Synjun um upplýsingar má skjóta til landlæknis.
Ef sjúklingur er ósammála upplýsingum í skrá getur hann sent inn athugasemdir, sem bætast við sjúkraskrána.
Rangar upplýsingar, eins og rangt skráð ofnæmi eða lyf, má leiðrétta strax.
Tilgreindu nákvæmlega hvaða gögn og frá hvaða tímabili þú óskar eftir.
Dæmi um gögn sem hægt er að biðja um:
Læknaskýrslur, hjúkrunarskýrslur og fleira frá dvöl á Landspítala.
Mæðraskrá.
Niðurstöður úr myndgreiningum, meinafræði og öðrum rannsóknum.
Annað eins og svæfingaskýrslur, lyfjaskrá eða lífsmarkaskrá.
Ef eitthvað er óljóst höfum samband við þig í síma eða tölvupósti áður en gögn er fundin.
Meðferð beiðna
Afrit úr sjúkraskrá eða mæðraskrá eru aðeins afhent samkvæmt skriflegri beiðni.
Ef foreldri sækir gögn barns sem ekki er með sama lögheimili, þarf forsjárvottorð frá Þjóðskrá Íslands.
Umboð: Til að þriðji aðili (til dæmis lögfræðingur eða tryggingafélag) fái afrit, þarf skriflegt umboð frá sjúklingi. Umboðið verður að vera vottað af tveimur einstaklingum og sérstaklega heimila "afrit úr sjúkraskrá Landspítala".
Vafamál: Öll vafamál eru send til nefndar um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum.
Afhending gagna
Afrit úr sjúkraskrá eru afhent sem .pdf skjal og afhent á öruggu rafrænu formi á Ísland.is
Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala skipar eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá sem hefur eftirlit með notkun rafrænna sjúkraskrárupplýsinga í samstarfi við upplýsingatæknideild.
Allir starfsmenn og nemar með aðgang að sjúkraskrá á Landspítala eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu.
Heilbrigðisstarfsfólk ber ábyrgð á eigin færslum í sjúkraskrá.
Markmið eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá
Tryggja að starfsfólk fari eftir reglum um persónuupplýsingar og sé meðvitað um eftirlit.
Helstu verkefni
Athuga hvort opnanir sjúkraskráa séu í samræmi við meðferð sjúklings
Gera handahófskenndar úttektir á sjúkraskrám og uppflettingum starfsmanna
Safna upplýsingum um aðgengi að sjúkraskrám eftir ábendingum
Athuga opnanir sjúkraskráa valdra einstaklinga
Grunur um brot er vísað til framkvæmdastjóra lækninga.