Forgangur 2: Að bæta lyfjaöryggi í fjöllyfjameðferð

Bætt lyfjameðferðarferli
Markmiðið er að bæta lyfjameðferðarferlið með notkun gagnreyndra verkfæra til leiðsagnar við ávísun og yfirferð lyfja, að efla aðkomu klínískra lyfjafræðinga og bæta heilsulæsi sjúklinga í fjöllyfjameðferð.
Tilraunaverkefni eru hafin í heilsugæslunni þar sem áhersla er lögð á að klínískir lyfjafræðingar á Landspítala deili sérfræðiþekkingu sinni utan sjúkrahúss.
Efling klínískrar lyfjafræðiþjónustu
Starfshópur frá Landspítala og heilsugæslu vinnur að mótun áætlunar á landsvísu um klíníska lyfjafræðiþjónustu.
Á Íslandi eru of fáir klínískir lyfjafræðingar á Íslandi svo hægt sé að veita víðtækan stuðning við þverfagleg klínísk teymi til að bæta lyfjaöryggi í fjöllyfjameðferð. Í áætluninni er megináhersla lögð á hvernig forgangsraða skuli takmörkuðum mannafla klínískra lyfjafræðinga.
Tilraunaverkefni er nú í gangi á nokkrum heilsugæslustöðvum þar sem klínískir lyfjafræðingar styðja heimilislækna við endurskoðun á lyfjagjöf og niðurtröppun lyfja.
