Forgangur 1: Bætt tilfærsla lyfjameðferðar
Stefnt er að því að draga úr lyfjamistökum við tilfærslu á þjónustu og meðferð á Íslandi með því að:
Samræma lyfjameðferð - Allir sjúklingar fá tímanlega og staðlaða samræmingu á lyfjameðferð sinni þegar þeir flytjast frá einum heilbrigðisþjónustuaðila til annars.
Efla þekkingu sjúklinga á þeim lyfjum sem þeim er ætlað að taka. - Sjúklingar og umönnunaraðilar fá skýrar og uppfærðar upplýsingar um lyfin sín.
Flutnings- og útskriftargögn séu ítarleg - Skýrar og tímanlegar skriflegar upplýsingar og leiðbeiningar um lyfjameðferð sjúklings eru fluttar á milli heilbrigðisþjónustuaðila.
Styðja við innleiðslu á miðlægu lyfjakorti - Læknar bera ábyrgð á að ávísa lyfjum og uppfæra miðlægt lyfjakort. Miðlægt lyfjakort mun bæta aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að skýrum og uppfærðum lyfjaupplýsingum í gegnum miðlægt kerfi.
Verkefni eru hafin á Landspítala og heilsugæslustöð á Reykjavíkursvæðinu.


