Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Almennt um átakið

Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem hófst á Íslandi árið 2020.

Markmið átaksins

Markmiðið er að draga úr alvarlegum lyfjaskaða, af fyrirbyggjanlegum orsökum, um 50% innan 5 ára. Lögð er áhersla á gæðaumbætur og að:

  • bæta lyfjaöryggi við flutning upplýsinga og tilfærslu meðferðar innan heilbrigðisþjónustunnar

  • draga úr óviðeigandi fjöllyfjameðferð.

  • stuðla að öruggari notkun áhættusamra lyfja.

Ástæða átaksins

Mistök í lyfjaumsýslu eru algeng í heilbrigðiskerfum um allan heim. Þó til séu aðferðir sem draga úr líkum á mistökum, er framkvæmd þeirra er misjöfn.

  • Áætluð tíðni lyfjamistaka er meira en 50% eftir útskrift af sjúkrahúsi

  • Eldri sjúklingar, sérstaklega þeir sem taka mörg lyf, eru í meiri hættu á alvarlegum afleiðingum

Aðferð

Með því að mæta eftirfarandi þörfum á Íslandi nást markmið átaksins:

  • Efling klínískrar lyfjafræðiþjónustu sem víðast í heilbrigðiskerfinu.

  • Aukin gæði lyfjatengdra ferla.

  • Hagræðing tæknikerfa fyrir lyfjaupplýsingar (IT).

  • Efling á stjórnsýslu gæðamála tengt lyfjaumsýslu.

  • Aukin þjálfun og fræðsla heilbrigðisstarfsmanna um lyfjaöryggi.

  • Bætt samstarf og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings um lyfjaöryggi.

Mælikvarði á árangri

Starfshópur var skipaður af stýrinefnd Embættis Landlæknis árið 2020 til að þróa gæðavísa (.pdf) til að meta árangur af gæðaátakinu.

Ítarefni