Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sérhæfð líknarþjónusta

Í sérhæfðri líknarþjónustu Landspítala er megináherslan á að sinna sjúklingum með versnandi sjúkdóma, erfið, fjölþætt og flókin einkenni af ýmsum toga.

Starfsfólk sem vinnur í sérhæfðri líknarþjónustu vinnur nær eingöngu með þessum hópi skjólstæðinga og hefur aflað sér aukinnar menntunnar, reynslu og þekkingar á sviði líknarmeðferðar.

Líknarráðgjafateymi

Líknarráðgjafateymið er sérhæfð líknarþjónusta og sinnir ráðgjöf innan og utan Landspítala. Nánari upplýsingar um Líknarráðgafateymið.

HERA líknarheimaþjónusta

Hjúkrunar- og læknisþjónusta fyrir sjúklinga með langvinna og ólæknandi sjúkdóma og sinnir sjúklingum á stórhöfuðborgarsvæðinu þeim að kostnaðarlausu. Nánar um HERU líknarheimaþjónustu.

Líknardeild Landspítala

Líknardeildin er hugsuð fyrir tímabundna innlögn sjúklinga með ólæknandi, langt genginn sjúkdóm og skertar lífslíkur. Nánar um líknardeild Landspítala.

Beiðnir

Allar fagstéttir geta leitað til teymisins.

  • Innan Landspítala eru beiðnir sendar á líknarráðgjafateymi sem ,,beiðni um ráðgjöf" í Sögu

  • Utan Landspítala er send „tilvísun“ í Heilsugátt

Mikilvægt er að fram komi í beiðni ástæða þess að leitað er ráðgjafar. Starfmenn teymisins meta beiðnina innan sólarhrings. Frekari upplýsingar eru í gæðahandbók Landspítala.