Líknarmiðstöð Landspítala
Fræðsluefni
Meðferð algengra einkenna og bráðra vandamála hjá sjúklingum í líknar og lífslokameðferð (.pdf)
WHO (2020). Palliative care. https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/palliative-care (23. 10. 2022)
Að leiðarlokum - Aðstandendur í aðdraganda andláts í heimahúsi (.pdf)
HERA - Specjalistyczna opieka paliatywna Landspítali Pólska (.pdf)
MÁD var þróað af alþjóðlegum samtökum, International Collaborative for Best Care of the Dying Person, og er kallað 10/40 líkanið. MÁD er byggt upp af 10 lykilatriðum í umönnun og meðferð deyjandi en einnig horft til 40 gæðavísa/þátta sem styðja við gæði og öryggi í umönnun og meðferð deyjandi einstaklinga.
Greina að sjúklingur sé deyjandi.
Samtal við sjúkling (ef mögulegt er) og alltaf við fjölskyldu og ástvini.
Sinna andlegum og trúarlegum þörfum.
Skrá fyrirmæli um lyf sem gefa má eftir þörfum (PN) við verkjum, hryglu, óróleika, ógleði og uppköstum og andþyngslum.
Taka mið af hagsmunum sjúklings við endurskoðun á meðferð og umönnun.
Endurskoða þörf fyrir vökvagjöf, þ.m.t. þörf fyrir að hefja vökvagjöf eða hætta henni.
Endurskoða þörf fyrir næringu, þ.m.t. að hefja næringargjöf eða hætta henni.
Samtal um alla þætti meðferðaráætlunar við sjúkling og aðstandanda/umönnunaraðila.
Reglubundið endurmat á ástandi sjúklings.
Sýna virðingu og tillitssemi við umönnun eftir andlát.
Meðferðaráætlun fyrir deyjandi hefur verið innleidd á nokkrum deildum Landspítala sem og nokkrum hjúkrunarheimilum. Senda má póst á netfang líknarmiðstöðvar á liknarmidstod@landspitali.is til frekari upplýsingar um meðferðaráætlunina og innleiðingu þess.
Nánari upplýsingar um MÁD eru að finna í Klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð (pdf).
