Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Athugasemd vegna heilbrigðisþjónustu

Landspítali leggur áherslu á að örugga og góða þjónustu sem veitt er af umhyggju. Endurgjöf, bæði jákvæð og neikvæð, er afar mikilvæg.

Ef þú hefur athugsemdir vegna heilbrigðisþjónustu, svo sem vegna:

  • framkomu starfsfólks

  • samskipta

  • upplýsingamiðlunar

  • aðstöðu og aðbúnaðar

getur þú sent inn athugasemd vegna heilbrigðisþjónustu.

Óviss hvert á að senda?

Ef það er óljóst hvert þú vilt senda erindið þitt er velkomið að fá aðstoð hjá talskonu sjúklinga.

Ferli athugasemda vegna heilbrigðisþjónustu

Til þess að Landspítali geti brugðist við athugasemdum sem berast verður þú að gefa upp kennitölu og netfang. Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni Landspítala. Sjá nánar um meðferð persónuverndarupplýsinga í persónuverndarstefnu Landspítalans.

Málsmeðferð
Athugasemdum vegna heilbrigðisþjónustu og framkomu heilbrigðisstarfsfólks er komið til stjórnenda starfseiningar sem sjá um úrvinnslu erindisins. Svarbréf er sent með öruggum hætti í gegnum Signet Transfer.

Fylgigögn
Ef fylgigögn og skönnuð skjöl eru send með athugasemd um þjónustu þurfa þau að vera í fullnægjandi upplausn og sýna allar upplýsingar sem koma fram á frumgagni.

Umboð
Sé sá er sendir inn athugasemdina annar en sá er efni athugasemdarinnar fjallar um þarf undirritað umboð að fylgja. Án umboðs er ekki hægt að svara athugasemdinni.
Forsjáraðilar geta sent inn athugasemd fyrir hönd ólögráða barna sinna. Ungmenni 16-18 ára eru skv. lögum sjálfstæðir þjónustuþegar í heilbrigðiskerfinu. Því mun svar berast þeim einum, nema skriflegt umboð fylgi beiðninni.

Fyrning athugasemdar
Athugasemd vegna heilbrigðisþjónustu eða framkomu heilbrigðisstarfsfólks skal leggja fram án ástæðulausra tafa. Séu meira en fjögur ár liðin frá málsatvikum, áskilur Landspítali sér rétt til að vísa erindinu frá nema sérstakar ástæður mæli með að það sé tekið til meðferðar.

Athugasemd vegna látins einstaklings
Aðstandendur látins sjúklings geta sent erindi með sama hætti.