Klínískt rannsóknasetur
Vísindarannsókn á mönnum
Vísindarannsókn á mönnum er rannsókn þar sem einstaklingur tekur virkan þátt í vísindarannsókn með því að gangast undir rannsókn, gefa sýni eða veita upplýsingar vegna rannsóknarinnar.
Mikilvægt er að ábyrgðarmaður rannsóknar hafi aðstöðu, tíma, starfsfólk og nægilega marga þátttakendur til að framkvæma rannsókn.
Huga þarf að rannsóknaráætlun, Spirit-leiðbeiningar um skrif rannsóknaráætlunar.
Huga þarf að gögnum eins og upplýsingum til þátttakenda og upplýstu samþykki.
Mælitæki eins og spurningalistar þurfa að vera þýddir og staðfærðir.
Tækjabúnaður sem notaður er þarf að vera yfirfarinn og kvarðaður.
Uppfylla þarf kröfur um eftirlit og skráningu hitastigs við geymslu sýna og rannsóknalyfja.
Regluverk og leiðbeiningar
Landspítali býður upp á fjármálaumsýslu vegna vísindaverkefna starfsmanna sinna. Stofna þarf viðkomandi verkefni innan bókhaldsins.
Ábyrgðarmaður verkefnis þarf að senda útfyllt eyðublað til fjármálastjóra á skrifstofu hjúkrunar og lækninga á netfangið eyrunst@landspitali.is.
Sömu reglur gilda um rannsóknasjóði starfsmanna og um opinbera fjármálaumsýslu. Ef rannsakandi er einnig starfsmaður Háskóla Íslands, rannsóknastofnunar eða fyrirtækis, má fela þeirri stofnun að halda utan um og hafa umsjón með fjármununum.
Ráðning starfsfólk
Ef ráða á starfsfólk í vísindarannsókn skal tryggt að fjármunir til greiðslu launa og launatengdra gjalda séu fyrir hendi og að samþykki viðeigandi deildarstjóra/yfirlæknis/forstöðumanns eða framkvæmdastjóra á Landspítala liggi fyrir.
Ráðning skal vera í samræmi við reglur Landspítala og einnig röðun starfsmanna vegna launa. Handhafi ráðningarvalds á því sviði sem starfsmaður mun starfa á skal undirrita ráðningarsamning.
Ráðningarsamningur á að vera tímasettur þannig að fram komi að ráðning sé háð fjármögnun vísindarannsóknarinnar. Slík tímabundin ráðning getur ekki varað lengur en tvö ár vegna ákvæða um tímabundnar ráðningar ríkisstarfsmanna í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
Ef um verktakagreiðslur er að ræða skal áritari/ábyrgðarmaður rannsóknar tryggja að fjármunir séu fyrir hendi og samþykkja greiðslur.
Starfsmenn spítalans
Ábyrgðarmanni rannsóknar eða samstarfsmönnum/aðstoðarmönnum hans sem starfa á Landspítala er heimilt að þiggja laun eða greiðslur fyrir vinnuframlag sitt við rannsókn á spítalanum sem innt er af hendi utan hefðbundins vinnutíma þar. Gera þarf grein fyrir því vinnuhlutfalli sem fyrirhugað er að nýta til rannsóknarvinnunnar innan og utan hefðbundins vinnutíma á Landspítala ef gert er ráð fyrir launum eða greiðslum fyrir vinnuframlag. Skal þetta gert í samráði við viðkomandi yfirmann.
Öll meðferð fjármuna skal vera í samræmi við reglur Landspítala þar að lútandi.
Upplýsingar um að sækja um leyfi fyrir vísindarannsókn á Landspítala
Önnur leyfi
Áður en sótt er um leyfi fyrir rannsókn þarf að liggja fyrir samþykki yfirmanns á framkvæmd rannsóknar (.pdf)
Ef ætlunin er að kalla eftir lífsýnum úr lífsýnasafni þarf að sækja um það.
Eftir atvikum Krabbameinsskrá
Ef notuð er jónandi geislun í rannsókninni þarf að sækja um til Geislavarna ríkisins
Ef nýta á þjónustu annarra starfseininga Landspítala þarf rannsakandi að gera samning við viðkomandi einingu varðandi þjónustu og greiðslu.
Blóðrannsókn. Ef nýta á þjónustu rannsóknadeildar Landspítala í vísindarannsókn skal ábyrgðaraðili gera samning við deildina varðandi þjónustu og greiðslur. Yfirlæknir rannsóknakjarna er Ísleifur Ólafsson.
Myndgreining. Ef nýta á þjónustu myndgreiningadeildar í vísindarannsókn skal ábyrgðarmaður gera samning við deildina varðandi þjónustu og greiðslur. Yfirlæknir röntgendeildar er Pétur Hörður Hannesson.
Apótek. Ef nýta á þjónustu sjúkrahúsapóteks í vísindarannsókn þarf ábyrgðarmaður rannsóknar að gera samning við apótek varðandi þjónustu og greiðslur. Yfirlyfjafræðingur sjúkrahúsapóteks er Tinna Rán Ægisdóttir.
Ef um samstarfsaðila utan Landspítala er að ræða skal gera samstarfssamning milli Landspítala og samstarfsaðila.
Dæmi um samstarfsaðila eru lyfjafyrirtæki, Heilsugæslan, ýmsar rannsóknastofnanir og erlendir háskólar og sjúkrahús.
Ábyrgðarmaður rannsóknar ber ábyrgð á þjálfun starfsfólks í rannsókninni.
Allt starfsfólk lyfjarannsókna skal vera þjálfað í GCP
Þjálfunin nýtist í öllum vísindarannsóknum á mönnum.
Almennt er krafa um að uppfæra GCP þjálfun á 2-3 ára fresti.
