Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjálfun í góðum klínískum starfsháttum

Góðir klínískir starfshættir (GCP)

ICH-GCP, (Good Clinical Practice) er alþjóðlegur staðall sem segir til um undirbúning og framkvæmd lyfjarannsókna. Ábyrgðarmaður rannsóknar ber ábyrgð á þjálfun starfsfólks í rannsókninni.

  • Allt starfsfólk lyfjarannsókna skal vera þjálfað í GCP

  • Þjálfunin nýtist í öllum vísindarannsóknum á mönnum.

  • Almennt er krafa um að uppfæra GCP þjálfun á 2-3 ára fresti.

  • Ýmsir bakhjarlar og lyfjafyrirtæki þjálfa starfsfólk innan ákveðinna vísindarannsókna.

  • Leiðbeiningar ICH-GCP (pdf)


GCP Námskeið

KRS býður upp á GCP námskeið fyrir starfsmenn og nema á Landspítala og Háskóla Íslands og tiltekna rannsóknarhópa. KRS hefur einnig komið að kynningum á GCP og siðfræði vísinda í ýmsum deildum HÍ. Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Halla Sigrún Arnardóttir, hallarn@landspitali.is, verkefnastjóri KRS