Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Um setrið

Klínískt rannsóknasetur (KRS) var stofnað af Landspítala og Háskóla Íslands með það markmið að styðja innviði og auka samstarf þeirra í klínískum rannsóknum.

KRS er tengiliður fyrir alþjóðleg rannsóknaverkefni og samhæfir þau við önnur rannsóknasetur.

KRS og vísindadeild Landspítala veita aðstoð og ráðgjöf um

  • samninga í vísindarannsóknum

  • fjármál (umsýslu rannsóknarfjár og styrkja)

  • umsóknir til opinberra aðila

  • tölfræðivinnslu í vísindarannsóknum

  • rannsóknargögn svo sem upplýst samþykki

  • skrif rannsóknaráætlunar

  • skipulag og uppsetningu rannsóknasetra

  • undirbúning og framkvæmd rannsókna

  • undirbúning og úrvinnslu úttekta og eftirlits (audits, inspections)

  • skráningu rannsókna í opinn gagnagrunn eins og clinicaltrials.gov

  • notkun REDCap við gagnasöfnun í rannsóknum

KRS þjálfar einnig starfsfólk í góðum klínískum starfsháttum (Good Clinical Practice - GCP).

Tengiliður: Halla Sigrún Arnardóttir verkefnastjóri, hallarn@landspitali.is

Styrkumsókn í rannsóknarsjóð RKB

Upplýsingar um IRIS

  • IRIS (Icelandic Research Information System)